Url (1998-2003)

Hljómsveitin Url hlaut nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, sendi frá sér lag á safnplötu sem naut vinsælda og virtist vera að fá athygli frá erlendum útsendurum plötuútgefenda. Ekkert varð þó úr því og fljótlega eftir að sveitin sendi frá sér sína fyrstu og einu plötu hætti hún störfum. Upphaf Urls má rekja til samstarfs…

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Da Kaine (2006-07)

Hljómsveitin Da Kaine var starfandi 2006 – 07 og innihélt Garðar Örn Hinriksson söngvara, Matthías Baldursson hljómborðs- og bassaleikara, Þröst Jóhannsson gítarleikara og Finn Pálma Magnússon slagverksleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða hvort hún sé enn starfandi.