Afmælisbörn 28. október 2025

Afmælisbörn dagsins eru tíu talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og átta ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Gestur Guðmundsson [1] (1931-2021)

Svarfdælingurinn Gestur Guðmundsson hafði alla möguleika á að skapa sér nafn sem söngvari á sínum tíma en ákvað þess í stað að helga sig öðru, eftir hann liggur ein plata. Gestur fæddist 1931 og bjó uppvaxtarár sín í Svarfaðardal, fyrst í Gullbringu og síðan Karlsá, hann kom úr stórum systkinahópi en alls voru systkinin þrettán…

Gestur Guðmundsson [2] (1951-2025)

Gestur Guðmundsson félagsfræðiprófessor var einna fyrstur Íslendinga til að fjalla fræðilega um íslenska rokk- og dægurmenningu en hann sendi frá sér Rokksögu Íslands sem hefur síðan verið lykilrit um sögu rokksins til ársins 1990. Gestur var fæddur 1951, hann lauk BA prófi í félagsfræði við HÍ (1976) og síðan mastersprófi við Kaupmannahafnarháskóla (1981) og doktors-prófi…