Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Steinblóm [3] (1981-82)

Hljómsveitin Steinblóm (hin þriðja) starfaði á Héraði veturinn 1981-82. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Vignisson bassaleikari, Gissur Kristjánsson gítarleikari, Rögnvaldur Jónsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Stefán Ó. Stefánsson söngvari og Ármann Einarsson saxófónleikari. Sveitin gekk einhvern hluta líftíma síns undir nafninu Rimma.