Hljómsveit Magnúsar Péturssonar (1953-73)

Píanóleikarinn Magnús Pétursson frá Akureyri starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævi sína en sumar þeirra virðast hafa verið settar saman einvörðungu fyrir plötuupptökur, aðrar léku á skemmtistöðum höfuðborgararinnar. Fyrsta sveitin sem starfaði í nafni Magnúsar var í Keflavík árið 1953 en því miður eru heimildir um þessa sveit af skornum skammti. Sveitin lék mestmegnis í Bíókaffi…

Lion tríóið (1959-69)

Baldvin Halldórsson (bróðir Björgvins Halldórssonar, Njáll Sigurjónsson og Grétar Oddsson voru meðlimir Lion-tríósins (sem ein heimild kallar reyndar Lyon-tríóið) sem starfaði að minnsta kosti 1959 og 60. Þeir félagar voru þá allir ungir að árum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.