Sjómannakórinn í Grundarfirði (1997)

Heimildir eru um að kór sjómanna hafi verið starfandi í Grundarfirði sumarið 1997 og er hér nefndur Sjómannakórinn í Grundarfirði. Kórinn söng í tilefni sjómannadagshátíðarhalda á staðnum en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Grafarnes hljómsveitin (1961)

Í kauptúninu Grafarnesi (síðar Grundarfirði) á Snæfellsnesi starfaði árið 1961 hljómsveit sem iðulega gekk undir nafninu Grafarnes hljómsveitin, líkast til hefur hún verið nafnlaus en kennd við þorpið. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana og þá um leið hljóðfæraskipan, einnig um starfstíma hennar og hvort hún hafi e.t.v. borið annað…

Mandala (1980)

Hljómsveitin Mandala var ballsveit starfandi í Grundarfirði árið 1980, hugsanlega þó aðeins yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Þ. Guðmundsson píanóleikari, Birgir Guðmundsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari (bróðir Birgis) og Ari Agnarsson trommuleikari, upplýsingar vantar um nafn söngvara sveitarinnar sem og starfstíma hennar og hugsanlegar mannabreytingar í henni.

Plutonium (um 2000)

Um eða fyrir síðustu aldamót var hljómsveit starfandi á Grundarfirði undir nafninu Plutonium. Upplýsingar eru takmarkaðar um Plutonium en meðlimir hennar munu hafa verið Axel Björgvin Höskuldsson gítarleikari [?], Þorkell Máni Þorkelsson hljómborðsleikari [?], Aðalsteinn Valur Grétarsson söngvari [?] og Gústav Alex Gústavsson trommuleikari [?]. Einnig mun hafa verið söngkona í sveitinni en upplýsingar um…