Skólakór Grunnskólans í Hveragerði (1978-)
Skólakórar hafa verið starfræktir við Grunnskólann í Hveragerði um árabil og líklega nokkuð samfleytt frá árinu 1978 að minnsta kosti, fyrst við barnaskólann og svo áfram eftir að barna- og gagnfræðaskólarnir sameinuðust árið 1988 í Grunnskóla Hveragerðis. Kórarnir í Hveragerði hafa gengið undir ýmsum nöfnum í fjölmiðlum s.s. barnakór, kór, skólakór Hveragerðis, barnaskólans, gagnfræðaskólans, grunnskólans…

