Hljómsveit Guðjóns Hilmarssonar (1998)

Upplýsingar óskast um Hljómsveit Guðjóns Hilmarssonar en sveitin lék fyrir dansi á KR dansleik í Frostaskjólinu sumarið 1998. Að öllum líkindum var hér um að ræða Guðjón Hilmarsson bakvörð KR-inga en hann mun hafa verið trommuleikari sveitarinnar, upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan auk starfstíma hennar.

Sextettinn (1975-77)

Hljómsveit sem gekk undir nokkrum nöfnum en verður hér skráð undir nafninu Sextettinn var starfrækt innan Menntaskólans við Tjörnina um skeið um og upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar, sveitin vakti nokkra athygli fyrir spilamennsku sína en hún hýsti meðlimi sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn og segja má að Sextettinn sé nokkurs konar undanfari…

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…