Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Pegasus (1993)

Hljómsveitin Pegasus frá Akranesi starfaði 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Pegasusar voru Einar Harðarson gítarleikari, Gunnar S. Hervarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Þorgrímsson bassaleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari og Svanfríður Gísladóttir söngkona. Sveitin lék eins kona nýbylgjupopp og komst í úrslit keppninnar án þess þó að gera þar einhverjar rósir.…

Mr. Moon (1994-95)

Funksveitin Mr. Moon frá Akranesi var starfandi 1994 og 95 og átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 síðara árið. Meðlimir sveitarinnar voru þá Daði Birgisson hljómborðsleikari, Einar Þór Jóhannsson gítarleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari, Davíð Þór Jónsson saxófónleikari, Hrafn Ásgeirsson saxófónleikari, Sigurþór Þorgilsson trompetleikari og Sigurdór Guðmundsson bassaleikari. Nánari upplýsingar var ekki að finna um þessa…