Fjöll sendir frá sér Holur

Hljómsveitin Fjöll hefur nú sent frá sér smáskífu sem ber titilinn „Holur“ en það er fjórða lagið sem hljómsveitin gefur út og verður á væntanlegri plötu hennar. Holur er afslappað indírokk með óvæntum hliðarskrefum og er það aðgengilegt í tveimur útgáfum, sex mínútna útgáfu sem verður á plötunni og annarri styttri fyrir útvarpsspilun. Báðar útgáfurnar…

Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Vígspá (1999-2003)

Hljómsveitin Vígspá var meðal þeirra fremstu í harðkjarnasenunni sem braust fram með látum í kringum síðustu aldamót, sveitin sendi frá sér fjórar skífur. Stofnun Vígspár átti sér nokkurn aðdraganda en Rúnar Ólafsson trommuleikari, Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari, Valdi [?] Olsen gítarleikari og Árni Jóhannsson bassaleikari ásamt söngvara höfðu starfað saman frá upphafi árs 1998 undir…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Ólafsson trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Guðmundur Freyr Jónasson gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við…