Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Karlakór Vestmannaeyja [4] (1941-62)

Sá Karlakór Vestmannaeyja sem starfaði hvað lengst og áorkaði hvað mestu, var starfræktur á um rúmlega tuttugu ára skeiði um miðja síðustu öld. Það sem þó einkenndi starf hans öðru fremur voru tíð kórstjóraskipti en sjö stjórnendur komu við sögu hans, þar af einn þeirra þrívegis. Það var Ragnar Halldórsson tollþjónn í Vestmannaeyjum sem var…