Afmælisbörn 3. mars 2025

Sjö tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar…

Hestbak (2003-)

Hestbak er framsækin rafdjassspunasveit sem hefur starfað síðan 2003, sveitin hefur sent frá þrjár plötur hið minnsta og starfar með hléum. Hestbak mun hafa orðið til innan Listaháskóla Íslands en þar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson og Páll Ivan Pálsson við nám. Þeir tveir stofnuðu líkast til sveitina og fengu til liðs við sig tvo…

Farmerarnir (1998)

Hljómsveitin Farmerarnir var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson gítarleikari, tölvumaður og söngvari, Örvar Davíð Þorvaldsson skífuþeytari og Guðmundur Logi Norðdahl gítarleikari og tölvumaður. Einn liðsmanna tríósins gekk úr skaptinu rétt fyrir keppnina eins og það var orðað í umfjöllun í blöðunum og því voru þeir bara…