Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…