Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Classic (1966-69)

Hljómsveitin Classic var stofnuð upp úr annarri sveit sem bar heitið Alto, og starfaði hún á árunum 1966-69. Meðlimir Classic voru Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og orgelleikari sem stofnaði sveitina 1966, Guðmundur Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Magnús Ólafsson gítarleikari og söngvari, Gunnar E. Hübner trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Þannig var sveitin skipuð til ársins…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…