Systratríóið (1939-42)

Söngtríó þriggja reykvískra systra á þrítugsaldri vakti nokkra athygli á stríðsárunum en þær komu töluvert fram á skemmtunum á árunum 1939-42 og einnig í útvarpi, og nutu að því er virðist töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist þær sungu. Systurnar þrjár sem gengu undir nafninu Systratríóið voru þær Bjarnheiður, Margrét og Guðrún Ingimundardætur…

Stemma [4] [félagsskapur] (2013-)

Kvæðafélög á Íslandi hafa átt sér landssamtök síðan árið 2013 en þá var Stemma – landssamtök kvæðamanna stofnað á Siglufirði. Stemma eru eins konar regnhlífarsamtök kvæðamannafélaga víðs vegar af landinu utan um þjóðlaga- og kveðskapararfinn og hafa t.a.m. haldið landsmót þar sem fólk ber saman bækur sínar, fræðist um kveðskaparhefðina og skemmtir sér við kveðskap…