Systratríóið (1939-42)

Söngtríó þriggja reykvískra systra á þrítugsaldri vakti nokkra athygli á stríðsárunum en þær komu töluvert fram á skemmtunum á árunum 1939-42 og einnig í útvarpi, og nutu að því er virðist töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist þær sungu.

Systurnar þrjár sem gengu undir nafninu Systratríóið voru þær Bjarnheiður, Margrét og Guðrún Ingimundardætur en þær sungu undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og síðar Jóhanns Tryggvasonar en sá síðarnefndi var jafnframt undirleikari þeirra.