Stjúpsystur (1983-86)

Stjúpsystur var söngtríó þriggja leikkvenna sem starfaði um nokkurra ára skeið í kringum miðjan níunda áratug síðustu aldar við töluverðar vinsældir. Leikkonurnar þrjár, þær Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir höfðu starfað með Revíuleikhúsinu frá árinu 1981 en haustið 1983 hófu þær þrjár að koma fram undir nafninu Stjúpsystur (einnig stundum kallaðar Stupid sisters).…

Úllen dúllen doff (1978-83)

Úllen dúllen doff var hópur ungra grínleikara sem slógu í gegn með samnefndum útvarpsþáttum, gáfu síðan út plötu og fluttu að endingu grínefni sitt á sviði víða um land. Hópurinn vann fyrst að nokkrum útvarpsþáttum, um klukkustundar löngum, sem fluttir voru í útvarpssal fyrir hópi áhorfenda, veturinn 1978-79. Fyrsti þátturinn var sendur út í nóvember…