Gunnar Erlendsson [2] (um 1940-)

Gunnar Erlendsson var einn fjölmargra ungra rokk- og dægurlagasöngvara sem spratt upp á sjónarsviðið í kjölfar rokkbylgjunnar upp úr 1955. Gunnar var líklega fæddur í kringum 1940 og var lýst sem Tommy Steele týpunni en hann kom þá gjarnan fram með gítar meðan hann söng. Gunnar kom líklega fyrst fram vorið 1957 og svo með…

Kátir piltar [2] (1944)

Kátir piltar sem störfuðu 1944 var líklega ekki eiginlegur karlakór heldur söngflokkur námsmanna sem fór frá Íslandi 1944 og söng á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba, á hátíð hugsanlega tengdri nýfengnu lýðveldi Íslendinga. Kórinn söng þar undir stjórn Gunnars Erlendssonar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Káta pilta.