Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Vaka [1] (1981)

Hljómsveit að nafni Vaka (einnig nefnd Vaka og Erla) starfaði á Akureyri um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1981. Svo virðist sem sveitin hafi verið stofnuð í upphafi árs með það eitt að vera húshljómsveit í Sjallanum á Akureyri og þar lék hún til vors. Meðlimir Vöku voru Guðmundur Meldal trommuleikari, Dagmann Ingvason hljómborðsleikari,…

Bóleró (1978-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur. Bóleró mun hafa verið danshljómsveit og voru meðlimir hennar Guðmundur L. Meldal trommuleikari, Leó G. Torfason gítarleikari, Gunnar Sveinarsson bassaleikari og Erla Stefánsdóttir söngkona.

Tilfelli [1] (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar í upphafi voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari, Gunnar Tryggvason gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Júlíus Fossberg trommuleikari og Stefán Baldvinsson [?]. Um vorið urðu þær breytingar…