Hljómsveit Gunnars Hólm (1983)

Trommuleikarinn Gunnar Hólm Sumarliðason lék með hljómsveitum á Ísafirði um árabil en einnig í félagi við staka tónlistarmenn í dúettum, sem léku á dansleikjum vestra. Haustið 1983 starfrækti hann þó hljómsveit í eigin nafni sem lék m.a. á balli framsóknarmanna á Suðureyri við Súgandafjörð og litlu síðar á Flateyri en þar var talað um tríó.…

BG og Ingibjörg – Efni á plötum

BG og Ingibjörg – Þín innsta þrá / Mín æskuást [ep] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 544 Ár: 1970 1. Þín innsta þrá 2. Mín æskuást Flytjendur: Ingibjörg Guðmundsdóttir – söngur Baldur Geirmundsson – saxófónn Gunnar Hólm – trommur Hálfdan Hauksson – bassi Karl Geirmundsson – gítar Kristinn Hermannsson – orgel BG og Ingibjörg –…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörutíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…