Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.

Skræpótti fuglinn (1986-87)

Hljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987. Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár. Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari,…