Hounds (1967-70)

Unglingahljómsveitin Hounds starfaði í Vestmannaeyjum undir lok sjöunda áratugarins og gerðist reyndar svo fræg að leika uppi á meginlandinu einnig. Hounds var stofnuð árið 1967 og mun hafa gengið undir nafninu Opera í upphafi, meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Þór Baldvinsson trommuleikari og söngvari, Hafsteinn Ragnarsson gítarleikari, Hafþór Pálmason gítarleikari og Reynir Carl Þorleifsson bassaleikari,…

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari…

Dauðarefsing (1970-71)

Hljómsveitin Dauðarefsing starfaði í Vestmannaeyjum og verður sjálfsagt aðallega minnst fyrir að Bjartmar Guðlaugsson var í henni en hann átti eftir að verða stórt nafn í íslensku tónlistarlífi um einum og hálfum áratug síðar. Þessi sveit lék rokk í þyngri kantinum. Dauðarefsing var stofnuð síðsumars 1970 í Eyjum, meðlimir hennar voru í byrjun auk Bjartmars…