Hljómsveit Jóns Aðalsteinssonar (1994)

Jón Aðalsteinsson læknir á Húsavík stjórnaði tónlistarflutningi í uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Gamla Heidelberg (Alt Heidelberg) vorið 1994 og setti saman sex manna hljómsveit í eigin nafni í því skyni, Sveitina skipuðu þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Hallgrímur Sigurðsson bassaleikari, Jón Ármann Árnason básúnuleikari, Barcley Anderson klarinettuleikari, Óli Halldórsson gítarleikari og Jón Aðalsteinsson sem sjálfur…

Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Náð (1968-73)

Náð var hljómsveit frá Ísafirði en hún spilaði rokk í þyngri kantinum og var stofnuð 1968. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum en þeir voru Rafn Jónsson trommuleikari (Rabbi), Örn Ingólfsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson söngvari og Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari. Svanfríður Arnórsdóttir (önnur heimild segir Ármannsdóttir) söngkona og Ásgeir Ásgeirsson orgelleikari komu síðar inn. Þegar…