H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið. Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…