Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (1978-)

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa lengi verið starfandi hljómsveitir sem ýmist hafa verið skilgreindar sem blásarasveitir, lúðrasveitir, stórsveitir eða bara skólahljómsveitir. Þær hafa náð ágætum árangri, jafnvel verið virkar til langs tíma og leikið á fjölmörgum tónleikum og skemmtunum innan lands sem utan. Tónlistarskólinn í Hafnarfirði hefur verið starfandi frá 1950 en ekki finnast þó heimildir…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…