Afmælisbörn 3. nóvember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Afmælisbörn 3. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit…

Haukur Ágústsson (1937-2024)

Haukur Ágústsson kom víðar við í tónlistarnálgun sinni, hann samdi tónlist og texta, útsetti, kom að dagskrárgerð, stjórnaði kórum og söng sjálfur en þekktastur er hann þó líklega fyrir að rita um tónlist og önnur menningartengd málefni í dagblöð. Haukur fæddist haustið 1937 í Reykjavík og þar bjó hann fyrstu tvo áratugi ævi sinnar, hann…

Söngfélag Vopnafjarðar (1968-80)

Söngfélag Vopnafjarðar starfaði með hléum um ríflega áratugar skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, heimildir eru um söngstarf á Vopnafirði árið 1968 og er líklegt að þá hafi félagið starfað undir leiðsögn Árna Ingimundarsonar sem kom reglulega frá Akureyri til að kenna söng. Árið 1972 tók Haukur Ágústsson við söngstjórninni og starfaði söngfélagið…

Stúlknakór Hallgrímskirkju [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur barnakór við Hallgrímskirkjusókn sem gekk undir nafninu Stúlknakór Hallgrímskirkju en stjórnandi kórsins var Haukur Ágústsson. Þessi kór, sem varð ekki langlífur, söng eitthvað við kirkjulegar athafnir í Hallgrímskirkju sem þá var í byggingu en messað var í kjallara kórs hússins á þeim tíma, þá kom kórinn fram í Stundinni okkar í…

Samkór Vopnafjarðar [1] (1974)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Samkór Vopnafjarðar sem starfaði á áttunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hauks Ágústssonar. Fyrir liggur að kórinn starfaði sumarið 1974 þegar haldið var upp á 1100 ára landnámsafmæli Íslands um land allt en líklegt er að hann hafi þá verið starfandi í nokkurn tíma. Allar frekari upplýsingar um Samkór Vopnafjarðar…