Heimavarnarliðið [1] (1979-82)

Heimavarnarliðið var ekki eiginleg hljómsveit heldur eins konar tónlistarhópur sem kom að tveimur plötum sem komu út í kringum 1980, hópurinn var ekki nema að litlu leyti skipaður sama fólkinu á plötunum tveimur en laut tónlistarstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar á þeim báðum. Upphaf Heimavarnarliðsins má líklega rekja til baráttufundar í Háskólabíói þann 31. mars 1979…

Heimvarnarliðið [2] (1991)

Upplýsingar óskast um tónlistarhóp, líklega söngflokk sem starfaði innan verkamannafélagins Árvakurs á Eskifirði og kom fram á hátíðarhöldum í bænum þann 1. maí 1991 undir nafninu Heimavarnarliðið. Upplýsingar um Heimavarnarliðið má gjarnan senda Glatkistunni.

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…