Jazzband Reykjavíkur [2] (1990)

Jazzband Reykjavíkur starfaði í nokkra mánuði árið 1990 og innihélt m.a. tvo af efnilegustu dægurlagasöngvurum þess tíma. Þau Móeiður Júníusdóttir (átján ára) og Páll Óskar Hjálmtýsson (tvítugur) höfðu lent í öðru og þriðja sæti Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin hafði verið í fyrsta skiptið vorið 1990. Þau ákváðu í framhaldinu að vinna saman og fengu til…

Reykjavíkurkvintett (1991)

Reykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl.. Svo virðist sem…