Afmælisbörn 20. maí 2025

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Hnotubrjótarnir (2009-11)

Tvíeykið Hnotubrjótarnir starfaði í raun ekki sem hljómsveit þótt það kæmi reyndar einu sinni fram opinberlega en um var að ræða tónlistarsamstarf þeirra Heimis Más Péturssonar og Þórs Eldon, þeir sendu frá sér eina plötu. Heimir Már hafði verið í tónlist á sínum yngri árum og starfað þá með hljómsveitinni Reflex sem keppti í fyrstu…

Heimir Már Pétursson (1962-)

Heimi Má Péturssyni er margt til lista lagt, hann hefur t.a.m. starfað við fjölmiðla, stjórnmál og utanumhald Hinsegin dag en hann hefur einnig fengist við tónlist – bæði sem tónlistarmaður og textahöfundur fyrir aðra. Heimir Már Pétursson er fæddur á Ísafirði vorið 1962 og ólst upp þar, í Reykjavík og á Kópaskeri. Hann lauk námi…

Reflex (1982-83)

Hljómsveitin Reflex starfaði um tveggja ára skeið, á árunum 1982-83 og vakti þá nokkra athygli. Stofnmeðlimir Reflex voru þeir Guðmundur Sigmarsson gítarleikari og Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari en fljótlega bættist Heimir Már Pétursson söngvari (síðar fjölmiðlamaður) í hópinn og að lokum kom trommuleikarinn Baldvin Örn Arnarson til leiks. Þannig skipuð tók Reflex þátt í fyrstu…