Tónkórinn á Hellissandi (1978-84)

Litlar upplýsingar er að hafa um Tónkórinn á Hellissandi en hann var starfræktur á árunum 1978-84 að minnsta kosti. Svo virðist sem hann hafi verið stofnaður í beinu framhaldi af því að Samkór Hellissands lagði upp laupana en Helga Gunnarsdóttir hafði stjórnað honum, og stjórnaði einnig Tónkórnum. Frekari upplýsingar óskast því um þennan kór.

Samkór Hellissands (1976-78)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hellissands en hann var starfandi a.m.k. á árunum 1976-78 undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Allar nánari upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…