Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (1976-)

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (f. 1976) söng á árunum 1995 til 98 með hljómsveit sem bar nafnið Gloss en sveitin vakti nokkra athygli og sendi m.a. frá sér efni til útvarpsspilunar. Eitt lag kom árið 1997 út í nafni Helgu sjálfrar á safnplötunni Lagasafnið 6, líklegt hlýtur að teljast að hljómsveit hennar hafi verið með henni…

Gloss [1] (1995-98)

Diskófönksveitin Gloss var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og hélt uppi stuði á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Gloss var stofnuð veturinn 1995-96 upp úr hljómsveitinni Atlotum, sveitin var æði fjölmenn í upphafi enda hugsuð til að spila fjölbreytta diskó-, sálar- og fönktónlist með brassívafi, meðlimir hennar voru þá Sævar Garðarsson trompetleikari, Freyr Guðmundsson trompetleikari, Jón…