Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Helga Jónsdóttir (1955-)

Tónlistarkonan Helga Jónsdóttir í Vestmannaeyjum hefur komið víða við í tónlistinni, stjórnað kórum, sungið í kórum og inn á plötur auk þess að semja lög og texta svo dæmi séu nefnd. Hún hefur verið áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem flokkast undir trúartónlist. Helga Jónsdóttir er fædd (1955) og uppalin í Vestmannaeyjum og kynntist tónlist…

Hawaii tríóið (1952-53)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hawai tríóið en hún starfaði líkast til á Akranesi á árunum 1952-53, hugsanlega lengur. Það munu hafa verið þeir Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Ole Ostergaard trommuleikari og Helga Jónsdóttir sem myndu tríóið, að minnsta kosti þegar þau léku í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni árið…

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…

Vinabandið [1] (1996)

Árið 1996 starfaði hljómsveit eða sönghópur innan hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum undir nafninu Vinabandið. Meðlimir Vinabandsins voru þau Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson og Högni Hilmisson en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um það, þ.e. hvort um hljómsveit eða sönghóp var að ræða, og hver hljóðfæraskipan þeirra var ef um var að ræða hljómsveit. Óskað er því…