Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)

Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…

Hinsegin kórinn með vortónleika

Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju laugardaginn 18. maí nk. kl. 15. „Miklu meira en orð“ er titill tónleikanna, enda eru kórfélagar sammála um að þær tilfinningar sem vakna við flutning kórtónlistar séu mun sterkari en innantóm orð. Halldór Smárason meðleikari kórsins lætur ekki sitt eftir liggja við að þétta litrófið með tónum frá…