Afmælisbörn 21. ágúst 2025

Glatkistan hefur upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og sex ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 21. ágúst 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Helga Steffensen (1934-)

Helga Steffensen er sjálfsagt þekktust fyrir framlag sitt til barnamenningar en hún hélt utan um starfsemi Brúðubílsins um árabil og fór víða um land með hann til að skemmta yngsta fólkinu ásamt Sigríði Hannesdóttur, Lilla apa, Gústa, Ömmu og fleirum, auk þess að halda utan um Stundina okkur í Ríkissjónvarpinu um skeið. Helga Steffensen (fædd…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…