Ógn og skelfing (1985)

Hljómsveitin Ógn og skelfing starfaði á Langanesi, hugsanlega Þórshöfn, árið 1985. Sveitin var tríó og voru meðlimir hennar Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson trommuleikari (d. 1989) og Helgi Mar Árnason söngvari. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Helgi lék á hljóðfæri en það hlýtur að teljast ósennilegt að sveitin hafi einungis innihaldið bassa- og trommuleikara.…

Z-glúbb (1985)

Hljómsveit sem starfaði um miðjan níunda áratug tuttugustu aldarinnar hét þessu nafni og starfaði að öllum líkindum á Þórshöfn á Langanesi. Meðlimir Z-glúbb voru þeir Helgi Mar Árnason trommuleikari, Snorri Þorkelsson gítarleikari og Marinó Stefánsson hljómborðsleikari. Sveitin spilaði aldrei opinberlega.