Skólakór Héraðsskólans á Laugarvatni (1930-63)

Lengi vel var starfræktur skólakór við Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar Þórður Kristleifsson stóran hlut að máli en hann stjórnaði kórum í yfir þrjátíu ár við skólann. Héraðsskólinn á Laugarvatni hafði tekið til starfa haustið 1928 og um tveimur árum síðar kom Þórður þangað sem kennari og setti saman kór líklega strax á fyrsta…

Frostmark (um 1972-73)

Hljómsveitin Frostmark starfaði við Héraðsskólann á Laugarvatni snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1972 og 73. Meðlimir Frostmarks voru þeir Guðmundur Einarsson bassaleikari, Leifr Leifs Jónsson hljómborðsleikari (sonur Jóns Leifs tónskálds), Jens Kristján Guðmundsson söngvari, Viðar Júlí Ingólfsson trommuleikari og Ari [?] gítarleikari. Gunnar Herbertsson tók við af Ara gítarleikara og Jón…