Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar (1952-60)

Mjög lítið liggur fyrir um Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar en sú sveit starfaði í Vestmannaeyjum á sjötta áratug liðinnar aldar, á árunum 1952 til 60 að því er heimildir herma – ólíklegt er þó að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Hermann Sveinbjörnsson var harmonikkuleikari en lék reyndar á fleiri hljóðfæri, en engar upplýsingar…

Dystophia (1992)

Reykvíska dauðarokkssveitin Dystophia var ein þeirra sveita sem þátt tóku í dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992 og var þá skipuð þeim Eiríki Guðjónssyni gítarleikara, Herbert Sveinbjörnssyni trommuleikara, Magnúsi Guðnasyni bassaleikara og Aðalsteini Aðalsteinssyni gítarleikara, sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.