Hildur Rúna Hauksdóttir (1946-2018)

Hildur Rúna Hauksdóttir (fædd 1946) var líklega mun þekktari sem náttúruverndarsinni og hómópati heldur en tónlistarkona en hún sendi frá sér kassettu með svokallaðri nýaldartónlist í samstarfi við Martein Bjarnar Þórðarson árið 1994 undir titlinum Harmonics of frequency modulation þar sem hún lék á tíbetskar skálar sem ku gefa frá sér mjög sérstæðan hljóm. Ekki…

Marteinn Bjarnar Þórðarson (1959-)

Litlar upplýsingar er að finna um Martein Bjarnar Þórðarson og tónlist hans en hann virðist hafa komið að a.m.k. þremur útgefnum titlum. Marteinn Bjarnar (f. 1959) er myndlistamaður en hefur unnið heilmikið með tónlist í kringum list sína. Hann hafði leikið á trommur með hljómsveitum á sínum yngri árum, Svartlist og Fist / C.o.t., og…