Afmælisbörn 19. janúar 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Hilmar Oddsson (1957-)

Hilmar Oddsson er fyrst og fremst kvikmyndagerðarmaður en hann hefur einnig í gegnum tíðina fengist við tónlist með margvíslegum hætti, sem tónskáld og textahöfundur, hljóðfæraleikari og söngvari, og eftir hann liggja tvær útgefnar plötur. Hilmar er fæddur 1957 í Reykjavík og stundaði sem barn nám í Barnamúsíkskólanum en þar lærði hann á selló og hugsanlega…

Melchior (1973-80 / 2006-)

Saga hljómsveitarinnar Melchior skiptist í tvö tímabil, annars vegar er um að ræða Melchior áttunda áratugarins þegar nokkrir vinir úr menntaskóla stofnuðu hljómsveit sem starfaði í sjö ár og sendi frá sér tvær breiðskífur og eina smáskífu, hins vegar Melchior tuttugustu og fyrstu aldarinnar þar sem sami mannskapur að mestu leyti er orðinn ríflega aldarfjórðungi…