Hjálmar Jónsson (1865-1952)

Hjálmar Jónsson var einn af þeim tónlistarforkólfum sem er hverjum hreppi nauðsynlegur en hann var organisti og forsöngvari í Mývatnssveit, og af honum er þekkt tónlistarfólk komið. Hjálmar var fæddur haustið 1865 og alinn upp á Skútustöðum við Mývatn, ekki liggja fyrir upplýsingar um tónlistariðkun á æskuheimilinu en hann fór suður til Reykjavíkur um tvítugt,…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…