Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar (1971)

Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar er ein þeirra sveita sem nefnd hefur verið sem forveri Spilverks þjóðanna en sú sveit átti sér langan aðdraganda þar sem fjölmargar sveitir og tónlistarfólk kom við sögu. Ein þeirra sveita var Hassansmjör sem þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson (allt upphaflega meðlimir Stuðmanna) skipuðu auk fiðluleikara að nafni Sesselja…

Spilverk þjóðanna (1974-79)

Spilverk þjóðanna var stofnað 1974 af nokkrum nemendum í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem þá var tiltölulega nýstofnaður, reyndar hafði sveitin verið til í einhverri mynd áður, nokkurn veginn sami mannskapur hafði spilað saman undir ýmsum nöfnum allt frá árinum 1970, s.s. Hassansmjör, Matta K, Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar og að síðustu Egils áður en endanlegt nafn,…