Hljómsveit Jóhanns Gunnars Halldórssonar (1948 / 1953 / 1963-64)

Heimildir eru um að minnsta kosti þrjár hljómsveitir sem störfuðu í nafni hljómsveitarstjórans Jóhanns Gunnars Halldórsson, sem störfuðu yfir rúmlega fimmtán ára tímabil. Fyrsta Hljómsveit Jóhanns Gunnars (eða Hljómsveit Jóhanns G. Halldórssonar) var húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina (Gúttó) árið 1948 og hafði þá starfað um nokkurt skeið – hversu lengi liggur þó ekki fyrir.…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…