Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar (1956-58 / 1969)
Trompet- og fiðluleikarinn Jónas Dagbjartsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni líklega um tveggja ára skeið en sveitin var húshljómsveit á Hótel Borg. Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar var stofnuð að öllum líkindum á fyrri hluta árs 1956 og voru meðlimir sveitarinnar auk hljómsveitarstjórans þeir Þorsteinn Eiríksson trommuleikari, Hafliði Jónsson píanóleikari og Ólafur Pétursson saxófónleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari…

