Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar (1956-58 / 1969)

Trompet- og fiðluleikarinn Jónas Dagbjartsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni líklega um tveggja ára skeið en sveitin var húshljómsveit á Hótel Borg. Hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar var stofnuð að öllum líkindum á fyrri hluta árs 1956 og voru meðlimir sveitarinnar auk hljómsveitarstjórans þeir Þorsteinn Eiríksson trommuleikari, Hafliði Jónsson píanóleikari og Ólafur Pétursson saxófónleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari…

Ingimar Eydal (1936-93)

Ingimar Eydal er þekktastur norðlenskra tónlistarmanna fyrr og síðar, og þá er á engan hallað. Hljómsveit hans skóp einstaka stemmingu í Sjallanum á Akureyri sem ekki verður endurvakin en auk þess þótti Ingimar skemmtilegur persónuleiki og hvers manns hugljúfi. (Róbert) Ingimar Harðarson Eydal fæddist á Akureyri haustið 1936 og hneigðist áhugi hans snemma að hvers…