Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar (um 1960-64 / 1998-2000)

Þorsteinn Eiríksson (oft kallaður Steini Krupa) var kunnur trommuleikari og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni. Á sínum yngri árum voru það danshljómsveitir sem hann stjórnaði en síðar léku sveitir hans aðallega djasstónlist. Elstu heimildir um hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar eru frá árinu 1956 en þá lék sveit hans síðla sumars á FÍH dansleik…

Siggi Johnny (1940-2016)

Sigurður (Siggi) Johnny Þórðarson, dansk-íslenskur söngvari telst vera einn fyrsti rokksöngvari Íslands, engar plötur komu þó út með söng hans fyrr en 1984 og má rekja það til sterks dansks framburðar hans á yngri árum. Blómatími Sigurðar Johnny var klárlega síðari hluti sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar og fyrri hluti þess sjöunda en það var um…