Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (2001)

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (einnig kölluð HG bandið) starfaði árið 2001, hugsanlega á Akureyri en það haust lék sveitin á Oddvitanum á Akureyri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, að öllum líkindum er hér um að ræða Hlyn Guðmundsson gítarleikara og söngvara (Namm, Bandamenn o.fl.) en upplýsingar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan vantar sem og…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Fjórir félagar [3] (1989)

Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu. Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.

Bandamenn [1] (1990-91)

Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…