Söngfélagið Harpa [7] (1969-81)

Söngfélagið Harpa var starfandi um árabil á Hofsósi og söng víða um land meðan það starfaði. Fyrstu heimildir um söngfélagið Hörpu á Hofsósi eru frá því um vorið 1970 en hér er giskað á að það hafi verið stofnað haustið á undan, þá voru um þrjátíu manns í þessum blandaða kór en fólk úr þremur…

Söngfélag Hofsóss (1909-40)

Söngfélag eða kór starfaði á Hofsósi um líklega þriggja áratuga skeið á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki liggur fyrir hvort það bar eitthvert nafn en hér er það kallað Söngfélag Hofsóss. Söngfélag Hofsóss var stofnað 1909 og var Páll Erlendsson bóndi á Þrastarhóli að stjórnandi þess alla tíð en hann fluttist til Siglufjarðar árið 1940…

Fimmkallarnir (1999-2001)

Harmonikkukvintettinn Fimmkallarnir störfuðu innan Tónlistarskólans í Skagafirði á árunum 1999 til 2001, jafnvel lengur, kvintettinn var skipaður ungum drengjum sem voru frá Hofsósi og nágrenni. Fyrst kveður að Fimmköllunum á fjölskyldumóti Félags harmonikkuunnenda í Skagafirði sumarið 1999 og voru meðlimir sveitarinnar þá Brynjar Helgi Magnússon, Júlíus Helgi Bjarnason, Friðrik Pálmi Pálmason, Þorvaldur Ingi Guðjónsson og…