Fimmkallarnir (1999-2001)

Harmonikkukvintettinn Fimmkallarnir störfuðu innan Tónlistarskólans í Skagafirði á árunum 1999 til 2001, jafnvel lengur, kvintettinn var skipaður ungum drengjum sem voru frá Hofsósi og nágrenni. Fyrst kveður að Fimmköllunum á fjölskyldumóti Félags harmonikkuunnenda í Skagafirði sumarið 1999 og voru meðlimir sveitarinnar þá Brynjar Helgi Magnússon, Júlíus Helgi Bjarnason, Friðrik Pálmi Pálmason, Þorvaldur Ingi Guðjónsson og…