Höskuldur Skagfjörð (1917-2006)

Leikarinn Höskuldur Skagfjörð Sigurðsson var fæddur (1917) og uppalinn í Skagafirðinum en fluttist suður yfir heiðar á unglingsárum og átti síðan eftir að fara í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðan í eins árs leiklistarnám í Danmörku áður en hann hóf að leika, fyrst við Þjóðleikhúsið og síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sjötta áratugnum. Starfsferill hans…

Litli fjarkinn (1955-56)

Litli fjarkinn var skemmtihópur sem fór tvívegis kringum landið með dagskrá sumrin 1955 og 56. Um var að ræða blandaða dagskrá með söng og leik en hópinn skipuðu þeir Sigurður Ólafsson söngvari, Höskuldur Skagfjörð leikari, Hjálmar Gíslason gamanvísnasöngvari og Skúli Halldórsson píanóleikari. Má segja að þarna hafi verið á ferðinni undanfari héraðsmótanna og Sumargleðinnar sem…