Höskuldur Þórhallsson (1921-79)

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma en hann var fjölhæfur hljóðfæraleikari, lék bæði danstónlist og klassíska. Höskuldur Þórhallur Lagier Þórhallsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist sumarið 1921 og bjó fyrstu sextán ár ævi sinnar í Þýskalandi hjá móður sinni en þar nam hann sellóleik. Árið 1937 kom hann til…

Afmælisbörn 11. ágúst 2025

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Jack Quinet (1933-42)

Húshljómsveitir voru fastur liður á Hótel Borg á upphafsáratugum þess og er þeim gerð skil í sér umfjöllun undir Hljómsveit Hótel Borgar (Borgarbandið). Ein þeirra sveita og kannski sú þekktasta starfaði undir stjórn Bretans Jack Quinet en frá opnun hótelsins 1930 og allt til heimsstyrjaldarinnar síðari voru hljómsveitirnar að miklu leyti skipaðar erlendum tónlistarmönnum. Haustið…

Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar (1945)

Trompetleikarinn Höskuldur Þórhallsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir heitinu Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, sveitin starfaði að minnsta kosti árið 1945 en líklegast lengur – hún lék um tíma á Röðli. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skipan sveitar Höskuldar fyrir utan að Þorsteinn Eiríksson (Steini Krúpa) mun hafa verið trommuleikari…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Afmælisbörn 11. ágúst 2024

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru sex talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Hljómsveit Guðmundar H. Norðdahl (1951-52 / 1954-56)

Guðmundur H. Norðdahl var tónlistarmaður og tónlistarkennari sem starfaði víða um land, hann starfrækti og stjórnaði fjölmörgum hljómsveitum s.s. skóla- og lúðrasveitum – hér er þó aðeins fjallað um danshljómsveitir sem störfuðu í hans nafni. Guðmundur var fyrst með hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Kvartett Guðmundar Norðdahl fljótlega eftir stríð en hún fær sérstaka umfjöllun…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…