Hreinn Halldórsson (1949-)

Hreinn Halldórsson eða Strandamaðurinn sterki eins og hann var yfirleitt kallaður var fyrst og fremst þekktur frjálsíþróttamaður, varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss árið 1977, átti Íslandsmet í greininni til fjölda ára og var þrívegis kjörinn Íþróttamaður ársins svo fáein dæmi séu nefnd um afrek hans – en hann átti sér aðra hlið sem hann ræktaði…

Afmælisbörn 3. mars 2025

Sjö tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar…

Hljómsveit Borgarness (1945-52)

Um sjö ára skeið eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari starfaði hljómsveit í Borgarnesi sem ýmist gekk undir nafninu Hljómsveit Borgarness eða Danshljómsveit Borgarness en hún var að öllum líkindum fyrsta starfandi hljómsveitin í bænum. Sveitin var stofnuð haustið 1945 og var tríó í byrjun, það voru þeir Sigurður Már Pétursson píanóleikari, Þorsteinn Helgason harmonikkuleikari og Reynir…

Harmoníkufélag Héraðsbúa [félagsskapur] (1984-)

Harmonikkufélag hefur verið starfandi á Héraði lengi vel og er það eitt af elstu starfandi félögum sinnar tegundar hérlendis, félagið hefur alla tíð verið öflugt. Það var vorið 1984 sem félagsskapur að nafni Félag harmonikuunnenda á Fljótsdalshéraði var stofnað og voru stofnmeðlimir þess fjórtán talsins en aðal tilgangur félagsins var að viðhalda og útbreiða harmonikkutónlist…

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…