Hálfur undir sæng (1987-89)

Rokktríóið Hálfur undir sæng var nokkuð áberandi í norðfirsku tónlistarlífi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og ól af sér tvo síðar nokkuð þekkta tónlistarmenn en sveitina skipuðu þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Hreinn Stephensen gítarleikari sem báðir sungu einnig, og svo Sigurður Kristjánsson trommuleikari en einnig virðist Halldór Ágústsson hafa verið meðlimur sveitarinnar…

Dýrið gengur laust (1989-91)

Dýrið gengur laust er sú íslenska hljómsveit sem hvað lengst hefur farið yfir strikið hvað textagerð varðar, og verður hennar e.t.v. fyrst og fremst minnst fyrir það – jafnvel eingöngu. Sveitin var líklega stofnuð í upphafi árs 1989 fremur en í lok ársins 1988, upp úr leifum hljómsveitanna Tregablandinni lífsgleði og Sogblettum. Bjarni „móhíkani“ Þórðarson…

Risaeðlan (1984-96)

Hljómsveitin Risaeðlan skipar sér í flokk með Smekkleysu-hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless sem e.t.v. hlutu meiri athygli á erlendri grundu en íslenskri, Hljómsveitin var stofnuð í árbyrjun 1984 og var upphaflega sett saman fyrir eina menntaskólauppákomu, meðlimir þessarar fyrstu útgáfu Risaeðlunnar voru Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir…